Vökvatæki ehf - Sérhæfðir í háþrýstum vökvakerfum

 

 

DÆLUR FYRIR ÝMSAN VÖKVA

Sérpöntum dælur fyrir ýmsar gerðir af vökva. Um er að ræða þýskar hágæðadælur sem við höfum nú þegar útvegað mjög kröfuhörðum notendum, t.a.m. flugvélaiðnaðinum. Við aðstoðum þig við val á dælum og alla aðra útreikninga til þess að rétt dæla verði valin fyrir réttar aðstæður.

Ýmsar sérútfærslur í boði!

Hafðu samband og kynntu þér málin!


Uppbygging dælunnar

Dælurnar eru gerðar fyrir ýmsar tegundir af vökva. Dælur þessar skera sig sérstaklega úr hvað varðar það breiða svið sem þær hafa til dælingar á hinum ýmsum tegundum vökva og eru settar saman með tilliti til notkunar í hvert einasta skipti.
Dælurnar eru einnig ákjósanlegar fyrir vökva með lága smureiginleika.
Dæluhúsin eru úr steypujárni og tannhjólin eru framleidd úr hertu hágæða stáli og sett saman við sérbyggða öxulfóðringu. Einnig er sérvalin öxulþétting til þess að hámarka gæði og endingu.

Allar dælurnar eru með skrúfulínulaga tannhjólum. Þessi eiginleiki ásamt sérstakri aðferðarfræði fyrir tannhjól (rúmfræðilega) gera það að verkum að dælurnar eru mjög lágværar og framkalla lágmarks þrýstipúlsa.

Smelltu á myndina hér að ofan til að stækka!


Dælurnar er hægt að fá í ýmsum útfærslum og einnig með innbyggðum öryggisloka ef þess er krafist.

Tæknilýsing:

Stærðir frá 100-630 ccm/sn
Hámarksþrýstingur 40 bar
Hraðasvið 200-2000 sn/mín

Þær olíutegundir sem hægt er að dæla með þessum dælum eru skv. eftirfarandi lista og eru þær hafðar á erlenda málinu þar sem þýðing yfir á íslenska tungu gæti frekar valdið misskilningi:

* Waste oils
* Soluble oils
* Diesel oils
* Printing inks
* Emulsions
* Dyes
* Fats
* Antifreeze
* Gear oils
* Resins
* Hardening oils
* Fuel oils, L, EL, H
* Hydraulic fluids
* Isocyanate
* Adhesives
* Plastics
* Engine oils
* Nitrocellulose lacquers
* Paraffins
* Polyols
* Lubricating oils
* Cutting oils
* Heavy oils
* Heat transfer media
* Processing oils
* Waxes and rolling oils
* Drawing compounds